Ferðaþjónustan fordæmi brot á vinnumarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:18 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira