Svarar gagnrýnendum sem telja hann of ljótan til að leika ofurhetju Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2019 14:34 Sá sem mun leika Shang-Chi heitir Simu Liu en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kanadíska gamanþættinum Kim´s Convenience. Vísir/Getty Marvel hefur tilkynnt að myndverið ætli að framleiða fyrstu myndina sem skartar asískri ofurhetju sem aðalsöguhetju en leikarinn sem hreppti þetta tímamótahlutverk hefur stigið fram og svarað gagnrýnendum sem telja hann ekki nógu myndarlegan til að bera þessa mynd uppi. Um er að ræða myndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings. Sá sem mun leika Shang-Chi heitir Simu Liu en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kanadíska gamanþættinum Kim´s Convenience. Ekki eru allir sannfærðir um að Liu sé sá rétti til að leika Kung Fu-meistarann Shang-Chi. Asian Boss er vinsæl YouTube-rás en 8. ágúst síðastliðinn var birt innslag á rásinni þar sem fjallað var um ráðningu Liu í þetta hlutverk og hvort hann væri sá rétti miðað við hvernig hann lítur út. Útsendarar rásarinnar fóru út á meðal fólks og spurði það hvort að Liu væri of ljótur fyrir hlutverkið.Liu lét ekki bjóða sér þetta og ritaði langan pistil á Facebook þar sem hann mætti þessari gagnrýni af fullum þunga. „Fjöldi kennara hélt því fram að það yrði aldrei neitt úr mér. Fjöldi framleiðenda, leikstjóra, handritshöfunda og meðleikara hefur efast um hæfileika mína sem leikara. Fjölda umsókna minna um styrki og nám hefur verið hafnað. Það hefur verið efast um mig á öllum stigum ferils míns. Ástæðan fyrir því að ég er hér enn er sú að ég einstaklega einbeittur. Ég hef óbilandi trú á hæfileikum mínum og neita að láta skoðanir annarra móta mig,“ skrifar Liu. Asian Boss er með 1,7 milljónir áskrifenda og en um 270 milljónir hafa séð myndbönd á rásinni frá því hún var stofnuð í október árið 2013. Asian Boss státar sig af því að færa áhorfendum sínum ósvikna innsýn á nýjustu fréttir og dægurmál í Asíu. „Ég vona innilega að þessi YouTube-rás muni nálgast önnur málefni af heilindum í framtíðinni,“ segir Liu. Hollywood Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Marvel hefur tilkynnt að myndverið ætli að framleiða fyrstu myndina sem skartar asískri ofurhetju sem aðalsöguhetju en leikarinn sem hreppti þetta tímamótahlutverk hefur stigið fram og svarað gagnrýnendum sem telja hann ekki nógu myndarlegan til að bera þessa mynd uppi. Um er að ræða myndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings. Sá sem mun leika Shang-Chi heitir Simu Liu en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kanadíska gamanþættinum Kim´s Convenience. Ekki eru allir sannfærðir um að Liu sé sá rétti til að leika Kung Fu-meistarann Shang-Chi. Asian Boss er vinsæl YouTube-rás en 8. ágúst síðastliðinn var birt innslag á rásinni þar sem fjallað var um ráðningu Liu í þetta hlutverk og hvort hann væri sá rétti miðað við hvernig hann lítur út. Útsendarar rásarinnar fóru út á meðal fólks og spurði það hvort að Liu væri of ljótur fyrir hlutverkið.Liu lét ekki bjóða sér þetta og ritaði langan pistil á Facebook þar sem hann mætti þessari gagnrýni af fullum þunga. „Fjöldi kennara hélt því fram að það yrði aldrei neitt úr mér. Fjöldi framleiðenda, leikstjóra, handritshöfunda og meðleikara hefur efast um hæfileika mína sem leikara. Fjölda umsókna minna um styrki og nám hefur verið hafnað. Það hefur verið efast um mig á öllum stigum ferils míns. Ástæðan fyrir því að ég er hér enn er sú að ég einstaklega einbeittur. Ég hef óbilandi trú á hæfileikum mínum og neita að láta skoðanir annarra móta mig,“ skrifar Liu. Asian Boss er með 1,7 milljónir áskrifenda og en um 270 milljónir hafa séð myndbönd á rásinni frá því hún var stofnuð í október árið 2013. Asian Boss státar sig af því að færa áhorfendum sínum ósvikna innsýn á nýjustu fréttir og dægurmál í Asíu. „Ég vona innilega að þessi YouTube-rás muni nálgast önnur málefni af heilindum í framtíðinni,“ segir Liu.
Hollywood Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira