Á fjórða tug danskra slökkviliðsmanna á leið til Grænlands Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 14:32 Eldurinn logar á milli þorpsins Sisimiut og Kangerlussuaq á Vestur-Grænlandi. Vísir/Getty Flutningaflugvél af gerðinni Herkúles flytur nú 38 slökkviliðsmenn og tækjabúnað frá Danmörku til Grænlands þar sem þeir eiga að hjálpa heimamönnum við að ráða niðurlögum kjarrelda sem geisað hafa á vesturströndinni í meira en mánuð. Eldurinn kraumar enn í mó við Kangerlussuaq-fjörð, norðaustur af bænum Sisimiut, á vesturströndinni. Hann kviknaði út frá viðarofni í byrjun júlí. Grænlenskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu náð tökum á eldinum að mestu í síðustu viku en hann færðist aftur í aukana þegar vindátt snerist á sunnudag. Grænlenska heimastjórnin óskaði í kjölfarið eftir aðstoð frá Danmörku við að slökkva eldana. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að þegar Grænland kalli komi Danmörk til aðstoðar. „Ég tel að það sé mikilvægt að við hjálpum og styðjum Grænland þegar þau óska eftir hjálp okkar,“ segir hún við danska ríkisútvarpið. Dönsku slökkviliðsmönnunum er ætlað að gera varnarlínu til að hægt verði að halda eldinum í skefjum og koma í veg fyrir að hann breiðist frekar út. Jens Oddershede, yfirmaður alþjóðegra björgunarstarfa í Dammörku, segir að annars sé hætta á að eldurinn brenni áfram í marga mánuði eða jafnvel ár með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, náttúru og dýralíf. Búist er við því að danski hópurinn veðri að störfum á Grænlandi í tvær vikur. Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Flutningaflugvél af gerðinni Herkúles flytur nú 38 slökkviliðsmenn og tækjabúnað frá Danmörku til Grænlands þar sem þeir eiga að hjálpa heimamönnum við að ráða niðurlögum kjarrelda sem geisað hafa á vesturströndinni í meira en mánuð. Eldurinn kraumar enn í mó við Kangerlussuaq-fjörð, norðaustur af bænum Sisimiut, á vesturströndinni. Hann kviknaði út frá viðarofni í byrjun júlí. Grænlenskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu náð tökum á eldinum að mestu í síðustu viku en hann færðist aftur í aukana þegar vindátt snerist á sunnudag. Grænlenska heimastjórnin óskaði í kjölfarið eftir aðstoð frá Danmörku við að slökkva eldana. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að þegar Grænland kalli komi Danmörk til aðstoðar. „Ég tel að það sé mikilvægt að við hjálpum og styðjum Grænland þegar þau óska eftir hjálp okkar,“ segir hún við danska ríkisútvarpið. Dönsku slökkviliðsmönnunum er ætlað að gera varnarlínu til að hægt verði að halda eldinum í skefjum og koma í veg fyrir að hann breiðist frekar út. Jens Oddershede, yfirmaður alþjóðegra björgunarstarfa í Dammörku, segir að annars sé hætta á að eldurinn brenni áfram í marga mánuði eða jafnvel ár með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, náttúru og dýralíf. Búist er við því að danski hópurinn veðri að störfum á Grænlandi í tvær vikur.
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06
Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45