Hafði áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga grindhval Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:30 Grindhvalir í Kolgrafarfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar. Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira