Fyrrverandi forseti Kirgistan ákærður fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Atambajev streittist við handtöku í tvo sólahringa áður en hann gafst loks upp. Vísir/EPA Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar. Kirgistan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar.
Kirgistan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira