Fékk grátandi Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Bianca Andreescu talar við Serenu Williams. Getty/Vaughn Ridley Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019 Tennis Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019
Tennis Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira