Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 10:38 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31
Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53
Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30