Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2019 00:40 Skurðgrafa rétt utan við landamerki Seljanes Aðsend Dregið gæti til tíðinda í Árneshreppi í dag þar sem vinnuvélar á vegum Vesturverks nálgast jörðina Seljanes, í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Verktakinn á ekki eftir nema um 700 metra að landamerki við jörðina og hefur skurðgröfu verið komið þar fyrir. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi, sagði í samtali við fréttastofu seint í kvöld að rætt verði við eftirlitsmann verksins strax í dagrenningu í fyrramálið þar sem spurt verður hvað verktakanum gangi til. „Við teljum að þetta séu barnaleg örþrifaráð rökþrota HS Orku og Vesturverks, og ætluð til að ögra landeigendum á Seljanesi,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturverksSjá einnig:Galið að haldið sé áfram með framkvæmdirVinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu.Vísir/KMU.Dregið gæti til tíðinda á morgun Vegurinn sem Vesturverk vinnur við að breikka vegna Hvalárvirkjunnar er Ófeigsfjarðarvegur um Ingólfsfjörð. Vegagerðin segir að vegurinn sé þjóðvegur og sé á hennar forræði og hafi verið heimilt að framselja veghaldið til verktakans á meðan framkvæmdum stendur.Deilt er meðal annars um landamerki eftir að Drangvíkurkort leit dagsins ljós í byrjun júlí sem á að sýna að sé mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa verið almennt viðurkennd í áratugi. Yfirvöld hafa viljað nota sömu veglínu frekar en að byggja aðra, vegna flutninga fyrir fyrirhugaða virkjun.19. júlí síðastliðinn hafnaði Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála að framkvæmdir á svæðinu yrðu stöðvaðar á meðan sjö kærur yrðu teknar fyrir vegna verksins. Verktakinn hóf aftur vinnu 22. júlí. Guðmundur Hrafn sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að í framkvæmdaleyfinu, sem nú hefur verið kært til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála séu skilyrði um að eiga samráð við landeigendur og að slíkt hafi einnig komið fram í yfirlýsingum Vegagerðarinnar.Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi„Á morgun mun draga til tíðinda ef verktakar HS Orku fara ekki að tilmælum. Réttur landeigenda er til að stöðva þessa óhæfu í þeirra landi,“ segir Guðmundur og á þar við hluta landeigenda að Seljanesi. „Þeir sem standa fyrir þessari framkvæmd hafa sýnt af sér fádæma gunguskap og ekki haft í sér þann manndóm að ræða við landeigendur að Seljanesi í tengslum við þessar framkvæmdir þrátt fyrir ítrekuð og skýr fyrirmæli þar um,“ segir Guðmundur. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30 Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 „Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dregið gæti til tíðinda í Árneshreppi í dag þar sem vinnuvélar á vegum Vesturverks nálgast jörðina Seljanes, í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Verktakinn á ekki eftir nema um 700 metra að landamerki við jörðina og hefur skurðgröfu verið komið þar fyrir. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi, sagði í samtali við fréttastofu seint í kvöld að rætt verði við eftirlitsmann verksins strax í dagrenningu í fyrramálið þar sem spurt verður hvað verktakanum gangi til. „Við teljum að þetta séu barnaleg örþrifaráð rökþrota HS Orku og Vesturverks, og ætluð til að ögra landeigendum á Seljanesi,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturverksSjá einnig:Galið að haldið sé áfram með framkvæmdirVinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu.Vísir/KMU.Dregið gæti til tíðinda á morgun Vegurinn sem Vesturverk vinnur við að breikka vegna Hvalárvirkjunnar er Ófeigsfjarðarvegur um Ingólfsfjörð. Vegagerðin segir að vegurinn sé þjóðvegur og sé á hennar forræði og hafi verið heimilt að framselja veghaldið til verktakans á meðan framkvæmdum stendur.Deilt er meðal annars um landamerki eftir að Drangvíkurkort leit dagsins ljós í byrjun júlí sem á að sýna að sé mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa verið almennt viðurkennd í áratugi. Yfirvöld hafa viljað nota sömu veglínu frekar en að byggja aðra, vegna flutninga fyrir fyrirhugaða virkjun.19. júlí síðastliðinn hafnaði Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála að framkvæmdir á svæðinu yrðu stöðvaðar á meðan sjö kærur yrðu teknar fyrir vegna verksins. Verktakinn hóf aftur vinnu 22. júlí. Guðmundur Hrafn sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að í framkvæmdaleyfinu, sem nú hefur verið kært til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála séu skilyrði um að eiga samráð við landeigendur og að slíkt hafi einnig komið fram í yfirlýsingum Vegagerðarinnar.Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi„Á morgun mun draga til tíðinda ef verktakar HS Orku fara ekki að tilmælum. Réttur landeigenda er til að stöðva þessa óhæfu í þeirra landi,“ segir Guðmundur og á þar við hluta landeigenda að Seljanesi. „Þeir sem standa fyrir þessari framkvæmd hafa sýnt af sér fádæma gunguskap og ekki haft í sér þann manndóm að ræða við landeigendur að Seljanesi í tengslum við þessar framkvæmdir þrátt fyrir ítrekuð og skýr fyrirmæli þar um,“ segir Guðmundur.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30 Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 „Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30
Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42
Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44
Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13
„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23