Eldar geisa á Kanaríeyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 15:44 skjáskot/TheCanary.TV Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada. Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega. Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar. Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu. Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað. „Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn. Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu. Skógareldar Spánn Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada. Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega. Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar. Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu. Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað. „Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn. Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu.
Skógareldar Spánn Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira