Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. ágúst 2019 07:45 Skemmtiferðaskip á siglingu um Feneyjar virðist fyrirferðarmikið á þessum fornfrægu söguslóðum. Nordicphotos/Getty Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Feneyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferðamanna með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórnvöld hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða flóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giudecca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélarbilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmtiferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitterfærslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Feneyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferðamanna með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórnvöld hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða flóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giudecca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélarbilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmtiferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitterfærslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira