Ekkert að frétta Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun