Ekkert að frétta Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun