Í fyrstu var talið að hann Dorian myndi valda mikilli eyðileggingu í norðausturhluta Karíbahafs en eyjaskeggjar í Púertó Ríkó sluppu að mestu leyti og er hættan liðin hjá.
Fellibylurinn olli þó miklum usla á bandarísku jómfrúareyjum en algert rafmagnsleysi var á St. Thomas og St. John í kvöld auk þess sem skemmdir urðu á byggingum.

Don DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna Dorian og íbúar hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir.
Hann sagði að íbúarnir ættu að verða sér úti um mat, vatn og lyf sem þyrftu að duga fyrir minnst sjö daga. Allir ættu að undirbúa heimili sín eins og frekast væri unnt og fylgjast vel með fréttum.
Hurricane #Dorian Advisory 18A: Dorian Continues to Move Away From Puerto Rico and the Virgin Islands. https://t.co/VqHn0u1vgc
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) August 29, 2019