Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur. Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur.
Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum