Hagnaðurinn af rekstri Samherja hf. nam 8,7 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins en sagt er frá á heimasíðu fyrirtækisins. Tekjur Samherja námu 43 milljörðum króna.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri segir árið hafa verið að sumu leyti sérstakt fyrir Samherja.
„Þetta er fyrsta heila árið sem Samherji gerir ekki út neinn bolfiskfrystitogara frá Íslandi. Félagið hóf rekstur með einum frystitogara og þeir hafa í gegnum tíðina gegnt veigamiklu hlutverki í rekstri okkar þannig að þetta er mikil breyting á fyrirtækinu. Sjófrystingu á uppsjávarfiski lauk einnig á árinu með sölu á Vilhelm Þorsteinssyni EA sem hefur verið eitt fengsælasta skip Íslandssögunnar", segir Þorsteinn Már.
Hann minnir á að Samherji sé í hópi stærstu skattgreiðenda landsins. Fyrirtækið og starfsmenn þess hafi greitt um 4,7 milljarða króna til hins opinbera í fyrra.
Hagnaður Samherja nam 8,7 milljörðum króna
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent

Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent


Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni
Viðskipti innlent


Fátt rökrétt við lækkanirnar
Viðskipti innlent

Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða
Viðskipti erlent