Smíðaði sér áhöld sjálfur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Ólafur í skúrnum. "Ef ég hengi ekki áhöldin upp á vegg þá týni ég þeim,“ segir hann kíminn. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira