Blaðamaðurinn Sigurður Mikael Jónsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi næsta árið. Sigurður hefur undanfarin 12 ár starfað sem blaðamaður, fyrst á DV en síðustu ár á Fréttablaðinu.
Hefur hann átt fjölda frétta sem vakið hafa athygli í gegnum árin og var tilnefndur til blaðmannaverðlauna árið 2015 fyrir frumlega nálgun í neytendamálum.

