Sex ára fangelsi fyrir ofsafengna líkamsárás: Skildi fórnarlambið eftir nakið, afmyndað og bjargarlaust með öllu í næturkuldanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 16:00 Frá Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Hafsteinn Oddsson hlaut í síðasta mánuði sex ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september 2016. Líkamsárásin vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. Fannst hún nakin á vettvangi um miðja nótt og var líkamshiti konunnar sem varð fyrir árásinni rétt yfir 35 gráðum.Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands þann 23. júlí síðastliðinn en dómurinn var birtur á vef dómstólanna í dag. Mikið hefur verið fjallað um líkamsárásina og var hún sögð hrottaleg í fyrstu fréttum af líkamsárásinni.Hafsteini var gefið að sök að hafa framið líkamsárás framan við skemmtistaðinn Lundann með því að hafa slegið konuna einu höggi í andlitið þannig að hún féll við. Hafsteinn játaði sök í þessum ákærulið.Honum var einnig gefið að sök að hafa framið stórfellda líkamsárás, brot gegn blygðunarsemi og hættubrot, með því að hafa skömmu eftir atvikið sem lýst er hér að ofan, aftur veist að konunni með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.Vísir/VilhelmLæknir taldi líklegt að hún hefði ekki lifað nóttina af hefði enginn komið henni til bjargar Líkamsárásin var framin í grennd við Lundann, skemmtistað í bænum, en konan fannst nakin á götunni eftir að nágranni heyrði konu gráta skammt frá heimili sínu.Fyrir dómi greindi nágranninn frá því að hafa „séð einhvern mann ganga burt“ og „fundist óhugnanlegt að sjá mann ganga burtu frá slasaðri manneskju, góðan með sig að reykja sígarettu,“ að því er fram kemur í dóminum.Hljóp nágranninn út og hringdi hann í Neyðarlínuna þegar hann áttaði sig á því að konan væri mikið slösuð. Voru andlitsáverkar konunnar það miklir að hún áttaði sig ekki á því hvert fórnarlambið væri fyrr en hún sagði til nafns.Í læknisvottorði sem lagt fram í málinu kemur fram að konan hafi verið með mikla áverka í andliti og í raun afmynduð í framan vegna þess hve marin hún var. Ljóst hafi verið strax að um umtalsverða áverka var að ræða. Þá var konan mjög köld við komuna eftir að hafa legið úti nakin, en líkamshitinn var mældur 35,3 gráður.Fyrir dómi sagðist læknirinn sem skrifaði vottorðið að telja líklegt að fórnarlambið hefði ekki lifað nóttina af vegna ofkælingar, hefði enginn komið henni til bjargar.Grunur lögreglu beindist fljótt að Hafsteini.Vísir/VilhelmSamsvarandi mynstur á skósóla og áverka á enni. Grunur beindist fljótt að Hafsteini eftir að lögregla fékk upplýsingar um að Hafsteinn hafði verið að „atast“ í konunni fyrir utan Lundann. Var hann handtekinn á heimili hans skömmu síðar. Kannaðist hann ekki við að hafa verið í átökum við neinn. Meðal þeirra sem bar vitni í málinu var réttarmeinafræðingur sem rannsakaði bæði áverka á fórnarlambinu, sem og áverka á höndum og fótum Hafsteins. Áverkar á hnúum hans voru að mati réttarmeinafræðignsins dæmigerð fyrir hnefahögg, samanlegt gætu áverkarnir sem fundust á honum bent til til beinnar líkamssnertingar við annan aðila. Þá fannst blóð úr fórnarlambinu á skóm Hafsteins. Fyrir dómi lýsti vitnið einnig því að samsvörun væri milli mynsturs á skósóla á skóm Hafsteins og mynsturs í áverka á enni brotaþola. Samsvörunin væru mjög greinileg. Í dómi héraðsdóms segir að dómurinn í málinu sé að miklu leyti byggður á frásögnum vitna þar sem Hafsteinn hafi nýtt sér rétt sinn til að tjá sig ekki. Þá búi brotaþoli erlendis og hafi hún kosið að koma ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar.Frá Vestmannaeyjum.Vísir/Einar ÁrnasonTaldi lögreglu gefa sér strax að hann væri hinn seki Málsvörn Hafsteins byggði fyrst og fremst á því að rannsókn lögreglu hafi einungis beinst að honum. Lögregla hafi strax gefið sér að hann væri hinn seki í málinu og að ekki hafi verið þess gætt að horfa jafnt til þeirra atriða sem horfa til sektar og sýknu.Í dómi héraðsdóms segir að ekki sé hægt að fallast á þetta. Eðlilegt hafi verið af hálfu lögreglu að gruna Hafstein um að hafa framið líkamsárásina þar sem í ljós kom að hann hefði veist að brotaþola fyrir utan Lundann skömmu áður en hún fannst stórslösuð í mínútugöngufæri frá Lundanum.Að mati dómsins var það einnig hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafsteinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök.Vó þar þungt framburður réttarmeinafræðings þess efnis að mynstraður margúll á enni brotaþola passaði algerlega við mynstur á skóm Hafsteins. Þá hafi hann ekki getað skýrt hvernig hann hafi hlotið þá áverka sem á honum voru. Áverkarnir bentu til þess að hann hafi innan 24 stunda frá því að þeir voru rannsakaðir slegið margsinnis með hnefum og sparkað með ristum.Tilefnislaus og ofsafengin árás Þá var einnig litið til þess að skömmu áður en þau fóru frá Lundanum hafði kastast í kekki á milli þeirra. Auk þess hafi það komið fram hjá vitnum og í upptökum eftirlitsmyndavéla að fáir hafi verið á ferli í bænum á þeim tímaramma sem horft var til í málinu.Í dómnum segir að árásin hafi verið að tilefnislausu og ofsafengin og að hann hafi jafnframt klætt brotaþola úr öllum fötum með harðræði og skilið hana eftir bjargarlausa með öllu. Þá braut Hafsteinn einnig skilorð þar sem fyrr í sumar hafði hann verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir tilraun til ráns.Var Hafsteinn dæmdur í óskilorðsbundið sex ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að langt væri liðið frá því að brotið var framið þangað til dómur félli, en ekki væri hægt að kenna honum um það.Þá þarf Hafsteinn að greiða konunni 3,5 milljónir í miskabætur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, alls um 8,2 milljónir króna.Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa hér. Dómsmál Líkamsárás í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Hafsteinn Oddsson hlaut í síðasta mánuði sex ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september 2016. Líkamsárásin vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. Fannst hún nakin á vettvangi um miðja nótt og var líkamshiti konunnar sem varð fyrir árásinni rétt yfir 35 gráðum.Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands þann 23. júlí síðastliðinn en dómurinn var birtur á vef dómstólanna í dag. Mikið hefur verið fjallað um líkamsárásina og var hún sögð hrottaleg í fyrstu fréttum af líkamsárásinni.Hafsteini var gefið að sök að hafa framið líkamsárás framan við skemmtistaðinn Lundann með því að hafa slegið konuna einu höggi í andlitið þannig að hún féll við. Hafsteinn játaði sök í þessum ákærulið.Honum var einnig gefið að sök að hafa framið stórfellda líkamsárás, brot gegn blygðunarsemi og hættubrot, með því að hafa skömmu eftir atvikið sem lýst er hér að ofan, aftur veist að konunni með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.Vísir/VilhelmLæknir taldi líklegt að hún hefði ekki lifað nóttina af hefði enginn komið henni til bjargar Líkamsárásin var framin í grennd við Lundann, skemmtistað í bænum, en konan fannst nakin á götunni eftir að nágranni heyrði konu gráta skammt frá heimili sínu.Fyrir dómi greindi nágranninn frá því að hafa „séð einhvern mann ganga burt“ og „fundist óhugnanlegt að sjá mann ganga burtu frá slasaðri manneskju, góðan með sig að reykja sígarettu,“ að því er fram kemur í dóminum.Hljóp nágranninn út og hringdi hann í Neyðarlínuna þegar hann áttaði sig á því að konan væri mikið slösuð. Voru andlitsáverkar konunnar það miklir að hún áttaði sig ekki á því hvert fórnarlambið væri fyrr en hún sagði til nafns.Í læknisvottorði sem lagt fram í málinu kemur fram að konan hafi verið með mikla áverka í andliti og í raun afmynduð í framan vegna þess hve marin hún var. Ljóst hafi verið strax að um umtalsverða áverka var að ræða. Þá var konan mjög köld við komuna eftir að hafa legið úti nakin, en líkamshitinn var mældur 35,3 gráður.Fyrir dómi sagðist læknirinn sem skrifaði vottorðið að telja líklegt að fórnarlambið hefði ekki lifað nóttina af vegna ofkælingar, hefði enginn komið henni til bjargar.Grunur lögreglu beindist fljótt að Hafsteini.Vísir/VilhelmSamsvarandi mynstur á skósóla og áverka á enni. Grunur beindist fljótt að Hafsteini eftir að lögregla fékk upplýsingar um að Hafsteinn hafði verið að „atast“ í konunni fyrir utan Lundann. Var hann handtekinn á heimili hans skömmu síðar. Kannaðist hann ekki við að hafa verið í átökum við neinn. Meðal þeirra sem bar vitni í málinu var réttarmeinafræðingur sem rannsakaði bæði áverka á fórnarlambinu, sem og áverka á höndum og fótum Hafsteins. Áverkar á hnúum hans voru að mati réttarmeinafræðignsins dæmigerð fyrir hnefahögg, samanlegt gætu áverkarnir sem fundust á honum bent til til beinnar líkamssnertingar við annan aðila. Þá fannst blóð úr fórnarlambinu á skóm Hafsteins. Fyrir dómi lýsti vitnið einnig því að samsvörun væri milli mynsturs á skósóla á skóm Hafsteins og mynsturs í áverka á enni brotaþola. Samsvörunin væru mjög greinileg. Í dómi héraðsdóms segir að dómurinn í málinu sé að miklu leyti byggður á frásögnum vitna þar sem Hafsteinn hafi nýtt sér rétt sinn til að tjá sig ekki. Þá búi brotaþoli erlendis og hafi hún kosið að koma ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar.Frá Vestmannaeyjum.Vísir/Einar ÁrnasonTaldi lögreglu gefa sér strax að hann væri hinn seki Málsvörn Hafsteins byggði fyrst og fremst á því að rannsókn lögreglu hafi einungis beinst að honum. Lögregla hafi strax gefið sér að hann væri hinn seki í málinu og að ekki hafi verið þess gætt að horfa jafnt til þeirra atriða sem horfa til sektar og sýknu.Í dómi héraðsdóms segir að ekki sé hægt að fallast á þetta. Eðlilegt hafi verið af hálfu lögreglu að gruna Hafstein um að hafa framið líkamsárásina þar sem í ljós kom að hann hefði veist að brotaþola fyrir utan Lundann skömmu áður en hún fannst stórslösuð í mínútugöngufæri frá Lundanum.Að mati dómsins var það einnig hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafsteinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök.Vó þar þungt framburður réttarmeinafræðings þess efnis að mynstraður margúll á enni brotaþola passaði algerlega við mynstur á skóm Hafsteins. Þá hafi hann ekki getað skýrt hvernig hann hafi hlotið þá áverka sem á honum voru. Áverkarnir bentu til þess að hann hafi innan 24 stunda frá því að þeir voru rannsakaðir slegið margsinnis með hnefum og sparkað með ristum.Tilefnislaus og ofsafengin árás Þá var einnig litið til þess að skömmu áður en þau fóru frá Lundanum hafði kastast í kekki á milli þeirra. Auk þess hafi það komið fram hjá vitnum og í upptökum eftirlitsmyndavéla að fáir hafi verið á ferli í bænum á þeim tímaramma sem horft var til í málinu.Í dómnum segir að árásin hafi verið að tilefnislausu og ofsafengin og að hann hafi jafnframt klætt brotaþola úr öllum fötum með harðræði og skilið hana eftir bjargarlausa með öllu. Þá braut Hafsteinn einnig skilorð þar sem fyrr í sumar hafði hann verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir tilraun til ráns.Var Hafsteinn dæmdur í óskilorðsbundið sex ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að langt væri liðið frá því að brotið var framið þangað til dómur félli, en ekki væri hægt að kenna honum um það.Þá þarf Hafsteinn að greiða konunni 3,5 milljónir í miskabætur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, alls um 8,2 milljónir króna.Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa hér.
Dómsmál Líkamsárás í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00
Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30
Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05