Lífið

Sjáðu myndirnar frá Garðpartýi Bylgjunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Herra Hnetusmjör var aðalnúmerið í Garðpartý Bylgjunnar í ár.
Herra Hnetusmjör var aðalnúmerið í Garðpartý Bylgjunnar í ár. Daníel Ágústsson
Árlegt Garðpartý Bylgjunnar fór fram í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, síðasta laugardag.

Tónleikarnir hófust með atriði úr söngleiknum Ðe Lónlí Blú bojs en þeim lauk rétt fyrir flugeldasýningu með tónleikum rapparans Herra Hnetusmjör. Einnig steig Bubbi Morthens á svið og sama gerði Ellen Kristjáns, Auður og hljómsveitin Nýdönsk.

Maraþonhlauparinn Jón Jónsson tók þá einnig lagið ásamt bróður sínum Friðriki Dór.

Mikið var um dýrðir og stóðu tónlistarmennirnir sig stórkostlega en hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð 2, á Bylgjunni og á Vísi.

Ljósmyndarinn Daníel Ágústsson fylgdist með herlegheitunum í Hljómskálagarðinum og smellti af myndum af tónlistarfólkinu sem og glaðlegum áhorfendum.

Í myndasafninu hér að neðan er hægt að fletta í gegnum myndirnar frá tónlistarveislunni í Hljómskálagarðinum.

Maraþonhlauparinn Jón Jónsson steig á svið nokkrum klukkutímum eftir að hafa hlaupið 42 kílómetra.Daníel Ágústsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×