Litli maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2019 10:00 Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun