Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 22:30 Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi. Innflytjendamál Matur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi.
Innflytjendamál Matur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira