Fyrrum stuðningsmaður Trump býður sig fram gegn forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 21:21 Walsh er einn þriggja sem sækjast eftir tilnefningu Repúblikana. Skjáskot/JoeWalsh.org Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Sjá meira
Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent