Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í gær hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að hafa gert lítið til að vinna bug á þeim. Ljóst er að gríðarstórt verkefni verður fyrir sveitirnar að ná stjórn á eldunum. Ástandið hefur leitt til mótmæla í stórum borgum í Brasilíu á borð við São Paulo, Ríó og höfuðborg Brasilíu.
Sjá einnig: Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum
Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Bolsonaro Brasilíuforseti hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk til að ryðja burt skóglendi.