Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2019 11:36 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira