Dauðþreyttir á tölvuleikjafíklinum Dembele sem skrópaði í læknisskoðun Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2019 15:30 Dembele í leiknum umrædda á föstudagskvöldið síðasta. vísir/getty Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00. Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00.
Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira