Heldur tónleika á svölum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Ármann á svölunum með hundinum Bono sem verður yfir öryggismálum á tónleikunum. Fréttablaðið/Valli Ármann Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir að vera einn af Ljótu hálfvitunum, stendur fyrir tónlistarhátíðinni Rauðagerðisbrekkan 2019 síðdegis á morgun, laugardag, og auðvitað er ókeypis „inn“. Hann segir fimm hljómsveitir koma fram á svölum efstu hæðar Rauðagerðis 16. Þær eigi það sameiginlegt að einn eða fleiri hljómsveitarmeðlima búi í íbúðinni. Sveitirnar eru: Refur, Góða fólkið, Shockmonkey, A Band on stage og Down & Out. Athygli vekur að Ljótu hálfvitarnir eru ekki meðal þátttakenda þarna á svölunum. Ármann segir það vera af burðarþolstengdum ástæðum. „Þetta eru ekki níu manna svalir og auk þess áttu ekki allir heimangengt.“ Þegar nánar er grennslast fyrir er Ármann sjálfur í fjórum sveitanna sem fram koma og Loftur Loftsson er með honum í þremur þeirra. Dóttir Ármanns og tengdasonur, sem einnig búa í húsinu, eru með honum í Shockmonkey. Spurður hvort hann hafi haldið tónleika þarna áður svarar Ármann: „Nei, ég er tiltölulega nýfluttur hingað í Rauðagerðið. Ég bjó í nokkur ár við Sogaveginn og þá var brekkan fyrir neðan mig en nú er ég kominn niður fyrir brekkuna og hún hentar vel sem áheyrendasvæði. Konan mín fékk hugmyndina að þessum tónleikum og ég greip hana á lofti, ekki síst af því að þegar ég varð fimmtugur á síðasta ári setti ég mér það markmið að halda fimmtíu og tvö gigg á þessu ári og skulda mér dálítið af þeim enn.“ Ármann kveðst einmitt hafa notað fimmtugsafmælið til að smala saman þeim hljómsveitum sem hann hafði spilað með gegnum tíðina. „Sumar þeirra voru ekki starfandi en lifnuðu aftur við. Dúettinn Down & Out er elsta sveitin af þessum fimm, hún var stofnuð fyrir 30 árum. Í henni erum við Þorgeir Tryggvason, æskuvinur minn. Hún er fyrsti vísirinn að Ljótu hálfvitunum sem við erum báðir í.“ Ármann spilar á gítar og syngur líka í Down & Out, þar er pínu súrrealismi í gangi, að hans sögn. „Hin böndin eru popp/rokk-kennd, nema Góða fólkið sem er aðallega í þjóðlagatónlist.“ Sér hann fyrir sér að ná markmiðinu um fimmtíu og tvenna tónleika á árinu? „Það er dálítið bókað hjá mér í september en ég þarf samt að spýta í lófana. Er heimalningur á ágætum tónleikastað, Djúpinu undir Horninu í Hafnarstræti. Það hentar mér vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ármann Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir að vera einn af Ljótu hálfvitunum, stendur fyrir tónlistarhátíðinni Rauðagerðisbrekkan 2019 síðdegis á morgun, laugardag, og auðvitað er ókeypis „inn“. Hann segir fimm hljómsveitir koma fram á svölum efstu hæðar Rauðagerðis 16. Þær eigi það sameiginlegt að einn eða fleiri hljómsveitarmeðlima búi í íbúðinni. Sveitirnar eru: Refur, Góða fólkið, Shockmonkey, A Band on stage og Down & Out. Athygli vekur að Ljótu hálfvitarnir eru ekki meðal þátttakenda þarna á svölunum. Ármann segir það vera af burðarþolstengdum ástæðum. „Þetta eru ekki níu manna svalir og auk þess áttu ekki allir heimangengt.“ Þegar nánar er grennslast fyrir er Ármann sjálfur í fjórum sveitanna sem fram koma og Loftur Loftsson er með honum í þremur þeirra. Dóttir Ármanns og tengdasonur, sem einnig búa í húsinu, eru með honum í Shockmonkey. Spurður hvort hann hafi haldið tónleika þarna áður svarar Ármann: „Nei, ég er tiltölulega nýfluttur hingað í Rauðagerðið. Ég bjó í nokkur ár við Sogaveginn og þá var brekkan fyrir neðan mig en nú er ég kominn niður fyrir brekkuna og hún hentar vel sem áheyrendasvæði. Konan mín fékk hugmyndina að þessum tónleikum og ég greip hana á lofti, ekki síst af því að þegar ég varð fimmtugur á síðasta ári setti ég mér það markmið að halda fimmtíu og tvö gigg á þessu ári og skulda mér dálítið af þeim enn.“ Ármann kveðst einmitt hafa notað fimmtugsafmælið til að smala saman þeim hljómsveitum sem hann hafði spilað með gegnum tíðina. „Sumar þeirra voru ekki starfandi en lifnuðu aftur við. Dúettinn Down & Out er elsta sveitin af þessum fimm, hún var stofnuð fyrir 30 árum. Í henni erum við Þorgeir Tryggvason, æskuvinur minn. Hún er fyrsti vísirinn að Ljótu hálfvitunum sem við erum báðir í.“ Ármann spilar á gítar og syngur líka í Down & Out, þar er pínu súrrealismi í gangi, að hans sögn. „Hin böndin eru popp/rokk-kennd, nema Góða fólkið sem er aðallega í þjóðlagatónlist.“ Sér hann fyrir sér að ná markmiðinu um fimmtíu og tvenna tónleika á árinu? „Það er dálítið bókað hjá mér í september en ég þarf samt að spýta í lófana. Er heimalningur á ágætum tónleikastað, Djúpinu undir Horninu í Hafnarstræti. Það hentar mér vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira