Skjaldbaka.is hefur, í samráði við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vöruna Coffret repas naturel - Natural Meal time set frá Sophie la girafe vegna þess að of hátt flæði af melamíni mældist úr vörunni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu en eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Vulli - Sophie la girafe
Vörulína: So Pure
Vöruheiti: Coffret repas naturel, Natural Meal time set
Vörulýsing: diskasett úr plasti sem samanstendur af diski, skál, bolla og skeið.
Strikanúmer: 3056562201246
Lotunúmer: 897275
Framleiðsluland: Kína
Innflytjandi: skjaldbaka.is
Dreifing: www.heimkaup.is og Lyf & Heilsa.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá skjaldbaka.is, s. 8476630 eða í tölvupósti: skjaldbaka@skjaldbaka.is
Innkalla diskasett frá Sophie la girafe
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent


Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent


Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent

Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum
Viðskipti innlent