Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 26. ágúst 2019 10:00 HK-ingar fagna sæti sínu í Olís deildinni sem þeir tryggðu sér eftir oddaleik í umspili. Mynd/HK Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins þrettán daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að þriðja liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti 8. sæti 9. sæti - (27. ágúst)10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirGeorgíumaðurinn Giorgi Dikhaminjia.Mynd/hk.isÍþróttadeild spáir HK 10. sæti deildarinnar og að nýliðarnir haldi sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 2014-15. HK varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn 2012. Tímabilið á eftir var liðið nálægt því að komast í úrslitakeppninni. Svo komu tvö skelfileg tímabil þar sem HK fékk samtals tólf stig. Undanfarin fjögur tímabil hefur liðið leikið í næstefstu deild. Síðasta tímabil var furðulegt í meira lagi hjá HK. Liðið endaði í 6. sæti Grill 66 deildarinnar og skipti um þjálfara. Í umspilinu fóru HK-ingar svo í gang og sýndu styrk með því að vinna Víking, þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Öfugt við hina nýliðana, Fjölni, hefur HK látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum og nánast fengið heilt byrjunarlið til sín. Nýju mennirnir þurfa að vera fljótir að aðlagast og hjálpa liðinu í fallbaráttunni sem HK verður í. Tímabilið í ár markar tímamót fyrir HK en handboltalið félagsins leika núna heimaleiki sína í Kórnum en ekki í Digranesi.Komnir/Farnir:Komnir: Ásmundur Atlason – Grótta Kristófer Andri Daðason – Víkingur Þorgeir Bjarki Davíðsson – Fram Eíríkur Guðni Þórarinsson – Valur Giorgi Dikhaminjia - Struga Macedonia Kristján Ottó Hjálmsson - til baka úr láni frá Haukum Davíð Svansson - Molde, NoregiFarnir: Elías Björgvin Sigurðsson – Þýskaland Guðmundur Árni Ólafsson - Afturelding Þórður Rafn Guðmundsson – Hættur Ingvar Ingvarsson - ÞrótturMarkverðir HK fagna Íslandsmeistaratitlinum 2012.Vísir/VilhelmHBStatz tölurnar frá síðasta tímabili HK-ingar hafa ekki spilað í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og þetta verður því fyrsta tímabil HK-liðsins með HBStatz. HK skoraði 27,6 mörk að meðaltali í Grill 66 deild karla á síðustu leiktíð og fékk á sig 27,1 mark að meðaltali. Liðið vann 8 af 18 deildarleikjum sínum en í úrslitakeppninni vann liðið fimm af átta leikjum þar af þrjá þá síðustu eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Víkingum.Unglingalandsliðsmaðurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson verður í stóru hlutverki hjá HK í vetur.mynd/hkLíklegt byrjunarlið HK í vetur Markvörður - Davíð Svansson - 34 ára Vinstra horn - Kristófer Dagur Sigurðsson - 21 árs Vinstri skytta - Blær Hinriksson - 18 ára Miðja - Bjarki Finnbogason - 22 ára Hægri skytta - Giorgi Dikhaminjia - 22 ára Hægra horn - Þorgeir Bjarki Davíðsson - 23 ára Lína - Eiríkur Guðni Þórarinsson - 19 ára Varnarmaður - Pálmi Fannar Sigurðsson - 23 áraHinn ungi Blær Hinriksson, til vinstri, fær að reyna sig á móti bestu markvörðum landsins í vetur.Mynd/HKFylgist með Blær Hinriksson (f. 2001) er kannski þekktari sem leikari og sló eftirminnilega í gegn í hinni margverðlaunuðu kvikmynd, Hjartasteini. En hann er líka góður handboltamaður sem fær sitt fyrsta tækifæri í efstu deild í vetur. Blær er afar sterkbyggður og góður maður gegn manni. Þá er hann öflugur varnarmaður. HK-ingar binda miklar vonir við strákinn í vetur.Elías Már er kominn aftur til HK.Mynd/HKÞjálfarinn Elías Már Halldórsson er nýr þjálfari HK og þreytir frumraun sína í vetur sem þjálfari karlaliðs. Eftir að skórnir fóru á hilluna tók hann við kvennaliði Hauka 2017. Á fyrra tímabilinu komust Haukar í bikarúrslit og féllu naumlega úr leik fyrir Val í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Skömmu fyrir lok síðasta tímabils hætti Elías óvænt með Hauka og einnig sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Elías átti farsælan feril sem leikmaður og vann fjölda titla með Haukum þar sem hann lék lengst af. Hann lék einnig með HK og þekkir því vel til hjá félaginu.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: HK Hvað segir sérfræðingurinn?„Þetta er það lið sem maður veit hvað minnst um á þessum tímapunkti. Þetta er ungt og efnilegt lið en þeir eru kannski að ég held einu ári á undan áætlun að vera komnir upp í efstu deild. Það eru engu að síður búnir að vera mjög spennandi tímar í Kórnum í sumar því HK er búið að gera frábæra hluti í fótboltanum og ég reikna með því að það sé mikil stemmning í hverfinu og fyrir liðinu,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um HK-liðið. „Þetta eru ungir og efnilegir strákar. Það verður þannig spennandi að fylgjast með Blæ Hinrikssyni. Þetta öflugur strákur í vörn og sókn og mikill leiðtogi. Það er það sem liðið þarf á halda. Hann þarf að stíga upp og fleiri í liðinu. Þjálfarateymið er svolítið óskrifað blað í karlaboltanum en hafa gert fína hluti kvennamegin. Það er mikil leikreynsla í þeim því þeir voru báðir öflugir leikmenn. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig HK kemur til leiks,“ sagði Guðlaugur.HK varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn 2012. Liðið vann þá alla leiki sína í úrslitakeppninni.Mynd/VilhelmHversu langt er síðan að HK ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2012) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 10 ár (2009) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2003) ... komst í bikarúrslit: 14 ár (2005) ... komst í úrslitakeppni: 7 ár (2012) ... komst í undanúrslit: 7 ár (2012) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2012) ... féll úr deildinni: 4 ár (2015) ... kom upp í deildina: Nýliði í árGengi HK í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 B-deild (6. sæti) 2017-18 B-deild (4. sæti) 2016-17 B-deild (6. sæti) 2015-16 B-deild (5. sæti) 2014-15 10. sæti í deildinni 2013-14 8. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinniGengi HK í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 B-deild 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 ÍslandsmeistariHK lenti 2-0 undir á móti Víkingum í umspilinu en HK-ingar svöruðu með þremur sigrum í röð þar á meðal í oddaleik í Víkinni.Mynd/HKAð lokum Leikmannahópur HK er mun sterkari en á síðasta tímabili. Bæði eru nýir leikmenn komnir og aðrir aftur á gólfið eftir erfið meiðsli. Breiddin er þokkalega mikil og í liðinu eru spennandi leikmenn á borð við Blæ, Kristófer Dag Sigurðsson og Eirík Guðna Þórarinsson. Georgíska hægri skyttan Giorgi Dikhaminjia þarf hins vegar að spila betur en hann hefur gert á undirbúningstímabilinu. HK þurfti að styrkja sig enda lenti liðið í 6. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabil, endaði fyrir neðan tvö ungmennalið og fékk 14 stigum minna en Fjölnir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á nokkrum mánuðum og HK-ingar eru mættir aftur í efstu deild, þar sem þeir vilja vera. Síðustu tvö tímabili HK í efstu deild voru vandræðaleg en liðið ætti að vera nokkuð samkeppnishæft í vetur og möguleikinn á að halda sér uppi er ágætur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins þrettán daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að þriðja liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti 8. sæti 9. sæti - (27. ágúst)10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirGeorgíumaðurinn Giorgi Dikhaminjia.Mynd/hk.isÍþróttadeild spáir HK 10. sæti deildarinnar og að nýliðarnir haldi sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 2014-15. HK varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn 2012. Tímabilið á eftir var liðið nálægt því að komast í úrslitakeppninni. Svo komu tvö skelfileg tímabil þar sem HK fékk samtals tólf stig. Undanfarin fjögur tímabil hefur liðið leikið í næstefstu deild. Síðasta tímabil var furðulegt í meira lagi hjá HK. Liðið endaði í 6. sæti Grill 66 deildarinnar og skipti um þjálfara. Í umspilinu fóru HK-ingar svo í gang og sýndu styrk með því að vinna Víking, þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Öfugt við hina nýliðana, Fjölni, hefur HK látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum og nánast fengið heilt byrjunarlið til sín. Nýju mennirnir þurfa að vera fljótir að aðlagast og hjálpa liðinu í fallbaráttunni sem HK verður í. Tímabilið í ár markar tímamót fyrir HK en handboltalið félagsins leika núna heimaleiki sína í Kórnum en ekki í Digranesi.Komnir/Farnir:Komnir: Ásmundur Atlason – Grótta Kristófer Andri Daðason – Víkingur Þorgeir Bjarki Davíðsson – Fram Eíríkur Guðni Þórarinsson – Valur Giorgi Dikhaminjia - Struga Macedonia Kristján Ottó Hjálmsson - til baka úr láni frá Haukum Davíð Svansson - Molde, NoregiFarnir: Elías Björgvin Sigurðsson – Þýskaland Guðmundur Árni Ólafsson - Afturelding Þórður Rafn Guðmundsson – Hættur Ingvar Ingvarsson - ÞrótturMarkverðir HK fagna Íslandsmeistaratitlinum 2012.Vísir/VilhelmHBStatz tölurnar frá síðasta tímabili HK-ingar hafa ekki spilað í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og þetta verður því fyrsta tímabil HK-liðsins með HBStatz. HK skoraði 27,6 mörk að meðaltali í Grill 66 deild karla á síðustu leiktíð og fékk á sig 27,1 mark að meðaltali. Liðið vann 8 af 18 deildarleikjum sínum en í úrslitakeppninni vann liðið fimm af átta leikjum þar af þrjá þá síðustu eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Víkingum.Unglingalandsliðsmaðurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson verður í stóru hlutverki hjá HK í vetur.mynd/hkLíklegt byrjunarlið HK í vetur Markvörður - Davíð Svansson - 34 ára Vinstra horn - Kristófer Dagur Sigurðsson - 21 árs Vinstri skytta - Blær Hinriksson - 18 ára Miðja - Bjarki Finnbogason - 22 ára Hægri skytta - Giorgi Dikhaminjia - 22 ára Hægra horn - Þorgeir Bjarki Davíðsson - 23 ára Lína - Eiríkur Guðni Þórarinsson - 19 ára Varnarmaður - Pálmi Fannar Sigurðsson - 23 áraHinn ungi Blær Hinriksson, til vinstri, fær að reyna sig á móti bestu markvörðum landsins í vetur.Mynd/HKFylgist með Blær Hinriksson (f. 2001) er kannski þekktari sem leikari og sló eftirminnilega í gegn í hinni margverðlaunuðu kvikmynd, Hjartasteini. En hann er líka góður handboltamaður sem fær sitt fyrsta tækifæri í efstu deild í vetur. Blær er afar sterkbyggður og góður maður gegn manni. Þá er hann öflugur varnarmaður. HK-ingar binda miklar vonir við strákinn í vetur.Elías Már er kominn aftur til HK.Mynd/HKÞjálfarinn Elías Már Halldórsson er nýr þjálfari HK og þreytir frumraun sína í vetur sem þjálfari karlaliðs. Eftir að skórnir fóru á hilluna tók hann við kvennaliði Hauka 2017. Á fyrra tímabilinu komust Haukar í bikarúrslit og féllu naumlega úr leik fyrir Val í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Skömmu fyrir lok síðasta tímabils hætti Elías óvænt með Hauka og einnig sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Elías átti farsælan feril sem leikmaður og vann fjölda titla með Haukum þar sem hann lék lengst af. Hann lék einnig með HK og þekkir því vel til hjá félaginu.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: HK Hvað segir sérfræðingurinn?„Þetta er það lið sem maður veit hvað minnst um á þessum tímapunkti. Þetta er ungt og efnilegt lið en þeir eru kannski að ég held einu ári á undan áætlun að vera komnir upp í efstu deild. Það eru engu að síður búnir að vera mjög spennandi tímar í Kórnum í sumar því HK er búið að gera frábæra hluti í fótboltanum og ég reikna með því að það sé mikil stemmning í hverfinu og fyrir liðinu,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um HK-liðið. „Þetta eru ungir og efnilegir strákar. Það verður þannig spennandi að fylgjast með Blæ Hinrikssyni. Þetta öflugur strákur í vörn og sókn og mikill leiðtogi. Það er það sem liðið þarf á halda. Hann þarf að stíga upp og fleiri í liðinu. Þjálfarateymið er svolítið óskrifað blað í karlaboltanum en hafa gert fína hluti kvennamegin. Það er mikil leikreynsla í þeim því þeir voru báðir öflugir leikmenn. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig HK kemur til leiks,“ sagði Guðlaugur.HK varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn 2012. Liðið vann þá alla leiki sína í úrslitakeppninni.Mynd/VilhelmHversu langt er síðan að HK ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2012) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 10 ár (2009) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2003) ... komst í bikarúrslit: 14 ár (2005) ... komst í úrslitakeppni: 7 ár (2012) ... komst í undanúrslit: 7 ár (2012) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2012) ... féll úr deildinni: 4 ár (2015) ... kom upp í deildina: Nýliði í árGengi HK í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 B-deild (6. sæti) 2017-18 B-deild (4. sæti) 2016-17 B-deild (6. sæti) 2015-16 B-deild (5. sæti) 2014-15 10. sæti í deildinni 2013-14 8. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinniGengi HK í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 B-deild 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 ÍslandsmeistariHK lenti 2-0 undir á móti Víkingum í umspilinu en HK-ingar svöruðu með þremur sigrum í röð þar á meðal í oddaleik í Víkinni.Mynd/HKAð lokum Leikmannahópur HK er mun sterkari en á síðasta tímabili. Bæði eru nýir leikmenn komnir og aðrir aftur á gólfið eftir erfið meiðsli. Breiddin er þokkalega mikil og í liðinu eru spennandi leikmenn á borð við Blæ, Kristófer Dag Sigurðsson og Eirík Guðna Þórarinsson. Georgíska hægri skyttan Giorgi Dikhaminjia þarf hins vegar að spila betur en hann hefur gert á undirbúningstímabilinu. HK þurfti að styrkja sig enda lenti liðið í 6. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabil, endaði fyrir neðan tvö ungmennalið og fékk 14 stigum minna en Fjölnir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á nokkrum mánuðum og HK-ingar eru mættir aftur í efstu deild, þar sem þeir vilja vera. Síðustu tvö tímabili HK í efstu deild voru vandræðaleg en liðið ætti að vera nokkuð samkeppnishæft í vetur og möguleikinn á að halda sér uppi er ágætur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00