Skemmti sér svo vel að hún sá aldrei ástæðu til þess að byrja að drekka áfengi Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 13:47 Eva segir það hafa verið ómeðvitaða ákvörðun að drekka ekki áfengi. Hana hafi einfaldlega aldrei langað að byrja. Instagram Grínistinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza hefur vakið athygli fyrir líflega framkomu og jákvætt viðhorf undanfarin ár. Eva er með hátt í tólf þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún deilir augnablikum úr sínu lífi með fylgjendum sínum á einlægan og skemmtilegan hátt. Færsla sem Eva birti í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli en þar ræðir hún ákvörðun sína um að lifa lífi án áfengis. Eva, sem hefur aldrei drukkið áfengi, segir ekkert sterkara en sódavatn hafa farið inn fyrir sínar varir og vill að fólk sé meðvitaðra um að það sé ekkert að því að lifa lífi án áfengis, og í raun og veru sé það „töff“ að drekka ekki eins og hún lýsir því sjálf.Ómeðvituð ákvörðun „Þetta bara gerðist, bara óvart. Ég var alltaf mikið í íþróttum og svo var þetta líka þegar allir voru að byrja að smakka og byrja að fikta við að drekka þá var ég alltaf smá skræfa, ég þorði aldrei að drekka. Svo fannst mér svo geggjað þegar ég fékk bílpróf að þá vildi mamma alltaf lána mér bílinn og mér fannst það svo geggjað, að fá traustið frá mömmu og pabba að fá bílinn lánaðan. Svo skemmti ég mér bara svo ótrúlega vel að það gerðist aldrei, ég tók aldrei sopann,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir það hafa verið bara þægilegt að drekka ekki, hún hafi alltaf haft fulla stjórn á aðstæðum og það sé eitthvað sem henti henni vel. Það hefur aldrei háð Evu kjósa edrúmennsku fram yfir ölið, hún hafi alla tíð verið virk í öllu félagslífi í grunnskóla og menntaskóla og skemmt sér vel í öllu sem hún gerði. Hún hafi því ekki farið á mis við skemmtanir og næturlífið heldur hafi hún þvert á móti verið dugleg að skemmta sér með vinkonum sínum um helgar. „Það er ekkert betra en að keyra heim, með kollinn í lagi, eftir geggjað djamm. Þið verðið líka með bestu sögurnar daginn eftir.“ View this post on InstagramA post shared by Eva Ruza (@evaruza) on Aug 19, 2019 at 2:43pm PDT Eva segir það vera mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri, sérstaklega til yngri fylgjenda sem eru margir hverjir að byrja í menntaskóla og finna því fyrir aukinni pressu varðandi skemmtanahald með tilheyrandi áfengisneyslu. Hún hvetur því ungu kynslóðina til þess að íhuga þann valkost að skemmta sér án áfengis og biðlar til þeirra sem kjósa að neyta áfengis að virða ákvörðun annarra um að gera það ekki. „Þið sem að eruð byrjuð að drekka og eigið vininn sem vill ekki taka sopann, eða þorir því ekki eða langar ekki, verið vinurinn sem styður þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun. Ég hef alveg lent í því að fólk var að spyrja hvort ég ætlaði ekki að drekka en þá var ég svo heppin að eiga vinkonur sem sögðu bara að ég drykki ekki. Hvort það hafi verið því ég var alltaf á bíl og þeim fannst það þægilegt veit ég ekki,“ segir Eva og hlær. „Það skipti mig aldrei neinu máli hvað fólki fannst um mig, hvort fólki fannst það flott að ég væri ekki að drekka eða hvort þeim fannst það ekki flott. Það eru samt fullt af ungum krökkum í dag sem eru hræddir við að hinir hafi skoðun á því sem þau eru að gera. Þetta er náttúrulega bara brjáluð pressa þegar maður er á þessum unglingsaldri þegar allt er að gerast.“Skálar í sódavatni í Miss Universe Iceland Undanfarin ár hefur Eva verið kynnir í Miss Universe Iceland keppninni og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í því hlutverki. Það verður engin breyting þar á í ár, en Eva mun sjá um að kynna keppnina fyrir áhorfendum þegar hún verður haldin þann 31. ágúst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, edrú og hress að vana.Eva hefur verið kynnir í Miss Universe Iceland keppninni undanfarin ár. Hún segist vera gríðarlega spennt fyrir keppninni í ár, enda fái hún að klæða sig í sitt fínasta púss og standa á sviði.Instagram„Ég er rosalega peppuð. Þetta er ótrúlega skemmtilegt kvöld, maður fær náttúrulega að klæða sig í glimmerkjól og með „full-blown makeup“. Ég náttúrulega elska líka að standa á sviði með öll ljósin á mér,“ segir hún og fer fögrum orðum um keppendahópinn í ár. „Þetta eru rosalega flottar stelpur og það er ekkert verið að einblína á útlitið, útlitið er ekkert allt og þetta er svo miklu meira en það. Fólk á það til að horfa bara á „coverið“ en ekki það sem er undir og auðvitað hefur fólk sínar skoðanir á svona keppnum, en þetta er svo miklu meira en að vera sætur og flottur,“ segir Eva en hún lofar góðum bröndurum á sviðinu. Miss Universe Iceland keppnin verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi þann 31. ágúst. Heilsa Miss Universe Iceland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Makar Gumma og Evu Ruzu leyfðu þeim ekki að vera saman um jólin Ísskápastríðið var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi en gestir þáttarins voru að þessu sinni samfélagsmiðlastjörnurnar Eva Ruza og Camilla Rut. 10. janúar 2019 13:30 Eva datt klaufalega í miðri upphitun "Það er ýmislegt sem maður nær að festa á filmu þegar við erum með símana á lofti! Hérna er til dæmis eitt sprenghlægilegt augnablik þegar Eva Ruza Miljevic dettur í miðri upphitun.“ 19. júní 2017 14:45 Byrjaði berbrjósta fyrir framan þrjátíu fylgjendur á Snapchat Eva Ruza er flestum kunn og hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum. Eva Ruza hefur starfað í blómaversluninni Ísblóm frá því að hún var sautján ára en blómabúðin er í eigu móður hennar. 14. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Grínistinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza hefur vakið athygli fyrir líflega framkomu og jákvætt viðhorf undanfarin ár. Eva er með hátt í tólf þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún deilir augnablikum úr sínu lífi með fylgjendum sínum á einlægan og skemmtilegan hátt. Færsla sem Eva birti í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli en þar ræðir hún ákvörðun sína um að lifa lífi án áfengis. Eva, sem hefur aldrei drukkið áfengi, segir ekkert sterkara en sódavatn hafa farið inn fyrir sínar varir og vill að fólk sé meðvitaðra um að það sé ekkert að því að lifa lífi án áfengis, og í raun og veru sé það „töff“ að drekka ekki eins og hún lýsir því sjálf.Ómeðvituð ákvörðun „Þetta bara gerðist, bara óvart. Ég var alltaf mikið í íþróttum og svo var þetta líka þegar allir voru að byrja að smakka og byrja að fikta við að drekka þá var ég alltaf smá skræfa, ég þorði aldrei að drekka. Svo fannst mér svo geggjað þegar ég fékk bílpróf að þá vildi mamma alltaf lána mér bílinn og mér fannst það svo geggjað, að fá traustið frá mömmu og pabba að fá bílinn lánaðan. Svo skemmti ég mér bara svo ótrúlega vel að það gerðist aldrei, ég tók aldrei sopann,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir það hafa verið bara þægilegt að drekka ekki, hún hafi alltaf haft fulla stjórn á aðstæðum og það sé eitthvað sem henti henni vel. Það hefur aldrei háð Evu kjósa edrúmennsku fram yfir ölið, hún hafi alla tíð verið virk í öllu félagslífi í grunnskóla og menntaskóla og skemmt sér vel í öllu sem hún gerði. Hún hafi því ekki farið á mis við skemmtanir og næturlífið heldur hafi hún þvert á móti verið dugleg að skemmta sér með vinkonum sínum um helgar. „Það er ekkert betra en að keyra heim, með kollinn í lagi, eftir geggjað djamm. Þið verðið líka með bestu sögurnar daginn eftir.“ View this post on InstagramA post shared by Eva Ruza (@evaruza) on Aug 19, 2019 at 2:43pm PDT Eva segir það vera mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri, sérstaklega til yngri fylgjenda sem eru margir hverjir að byrja í menntaskóla og finna því fyrir aukinni pressu varðandi skemmtanahald með tilheyrandi áfengisneyslu. Hún hvetur því ungu kynslóðina til þess að íhuga þann valkost að skemmta sér án áfengis og biðlar til þeirra sem kjósa að neyta áfengis að virða ákvörðun annarra um að gera það ekki. „Þið sem að eruð byrjuð að drekka og eigið vininn sem vill ekki taka sopann, eða þorir því ekki eða langar ekki, verið vinurinn sem styður þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun. Ég hef alveg lent í því að fólk var að spyrja hvort ég ætlaði ekki að drekka en þá var ég svo heppin að eiga vinkonur sem sögðu bara að ég drykki ekki. Hvort það hafi verið því ég var alltaf á bíl og þeim fannst það þægilegt veit ég ekki,“ segir Eva og hlær. „Það skipti mig aldrei neinu máli hvað fólki fannst um mig, hvort fólki fannst það flott að ég væri ekki að drekka eða hvort þeim fannst það ekki flott. Það eru samt fullt af ungum krökkum í dag sem eru hræddir við að hinir hafi skoðun á því sem þau eru að gera. Þetta er náttúrulega bara brjáluð pressa þegar maður er á þessum unglingsaldri þegar allt er að gerast.“Skálar í sódavatni í Miss Universe Iceland Undanfarin ár hefur Eva verið kynnir í Miss Universe Iceland keppninni og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í því hlutverki. Það verður engin breyting þar á í ár, en Eva mun sjá um að kynna keppnina fyrir áhorfendum þegar hún verður haldin þann 31. ágúst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, edrú og hress að vana.Eva hefur verið kynnir í Miss Universe Iceland keppninni undanfarin ár. Hún segist vera gríðarlega spennt fyrir keppninni í ár, enda fái hún að klæða sig í sitt fínasta púss og standa á sviði.Instagram„Ég er rosalega peppuð. Þetta er ótrúlega skemmtilegt kvöld, maður fær náttúrulega að klæða sig í glimmerkjól og með „full-blown makeup“. Ég náttúrulega elska líka að standa á sviði með öll ljósin á mér,“ segir hún og fer fögrum orðum um keppendahópinn í ár. „Þetta eru rosalega flottar stelpur og það er ekkert verið að einblína á útlitið, útlitið er ekkert allt og þetta er svo miklu meira en það. Fólk á það til að horfa bara á „coverið“ en ekki það sem er undir og auðvitað hefur fólk sínar skoðanir á svona keppnum, en þetta er svo miklu meira en að vera sætur og flottur,“ segir Eva en hún lofar góðum bröndurum á sviðinu. Miss Universe Iceland keppnin verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi þann 31. ágúst.
Heilsa Miss Universe Iceland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Makar Gumma og Evu Ruzu leyfðu þeim ekki að vera saman um jólin Ísskápastríðið var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi en gestir þáttarins voru að þessu sinni samfélagsmiðlastjörnurnar Eva Ruza og Camilla Rut. 10. janúar 2019 13:30 Eva datt klaufalega í miðri upphitun "Það er ýmislegt sem maður nær að festa á filmu þegar við erum með símana á lofti! Hérna er til dæmis eitt sprenghlægilegt augnablik þegar Eva Ruza Miljevic dettur í miðri upphitun.“ 19. júní 2017 14:45 Byrjaði berbrjósta fyrir framan þrjátíu fylgjendur á Snapchat Eva Ruza er flestum kunn og hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum. Eva Ruza hefur starfað í blómaversluninni Ísblóm frá því að hún var sautján ára en blómabúðin er í eigu móður hennar. 14. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Makar Gumma og Evu Ruzu leyfðu þeim ekki að vera saman um jólin Ísskápastríðið var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi en gestir þáttarins voru að þessu sinni samfélagsmiðlastjörnurnar Eva Ruza og Camilla Rut. 10. janúar 2019 13:30
Eva datt klaufalega í miðri upphitun "Það er ýmislegt sem maður nær að festa á filmu þegar við erum með símana á lofti! Hérna er til dæmis eitt sprenghlægilegt augnablik þegar Eva Ruza Miljevic dettur í miðri upphitun.“ 19. júní 2017 14:45
Byrjaði berbrjósta fyrir framan þrjátíu fylgjendur á Snapchat Eva Ruza er flestum kunn og hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum. Eva Ruza hefur starfað í blómaversluninni Ísblóm frá því að hún var sautján ára en blómabúðin er í eigu móður hennar. 14. febrúar 2019 14:30