Komin alvara í samband Miley og Kaitlynn Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 11:07 Miley og Kaitlynn í siglingu á Como-vatni á Ítalíu. Skjáskot/Instagram Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth staðfestu skilnað sinn með yfirlýsingu til fjölmiðla sást til söngkonunnar með nýrri dömu á Ítalíu. Umrædd dama var hin þrítuga Kaitlynn Carter sem er sjálf nýskilin við fyrrum eiginmann sinn Brody Jenner, eldri bróður Kardashian systranna Kendall og Kylie.Sjá einnig: Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á ÍtalíuSamband þeirra vakti um leið mikla athygli en kom þó ekki mörgum á óvart. Miley hefur tjáð sig opinskátt um kynhneigð sína í gegnum tíðina og sagt að hún sé pankynhneigð, það hafi aldrei breyst þó svo að hún hafi verið í sambandi með karlmanni í langan tíma. Hún laðist því að fólki óháð kyni. Nú virðist alvara vera komin í sambandið en þær sáust snæða hádegismat með Tish Cyrus, móður Miley, í síðustu viku. Um helgina voru þær óaðskiljanlegar á næturklúbbnum Soho House í Hollywood og sögðu sjónarvottar þær bersýnilega vera kærustupar. Mikið hefur verið fjallað um skilnað Miley og Hemsworth í fjölmiðlum vestanhafs en þau gengu óvænt í það heilaga í desember á síðasta ári eftir að hafa verið saman með hléum frá árinu 2008. Að sögn heimildarmanna sem þekkja parið er sambandinu endanlega lokið núna, en í nýjasta lagi sínu „Slide Away“ virðist Miley gera upp skilnaðinn og ástæður hans. Þar syngur hún um að hafa viljað eiga hús í hæðunum en ekki „viskí og pillur“, sem margir segja vera tilvísun í vímuefnanotkun leikarans. Eftir útgáfu lagsins stigu vinir leikarans fram og sögðu allt tal um vímuefnanotkun ranga, það sem hafi raunverulega gert út um sambandið var að Miley hafi verið leikaranum ótrú. Þá segir einnig í texta lagsins: „Haltu áfram, við erum ekki enn þá sautján ára. Ég er ekki sú sem ég var. Þú segir allt hafa breyst. Það er rétt, við erum fullorðin núna.“ Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Miley og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjónaband Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband. 11. ágúst 2019 14:01 Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á Ítalíu Söng- og leikkkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth ákváðu nú á dögunum að skilja eftir aðeins tíu mánaða hjónaband. 12. ágúst 2019 09:35 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth staðfestu skilnað sinn með yfirlýsingu til fjölmiðla sást til söngkonunnar með nýrri dömu á Ítalíu. Umrædd dama var hin þrítuga Kaitlynn Carter sem er sjálf nýskilin við fyrrum eiginmann sinn Brody Jenner, eldri bróður Kardashian systranna Kendall og Kylie.Sjá einnig: Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á ÍtalíuSamband þeirra vakti um leið mikla athygli en kom þó ekki mörgum á óvart. Miley hefur tjáð sig opinskátt um kynhneigð sína í gegnum tíðina og sagt að hún sé pankynhneigð, það hafi aldrei breyst þó svo að hún hafi verið í sambandi með karlmanni í langan tíma. Hún laðist því að fólki óháð kyni. Nú virðist alvara vera komin í sambandið en þær sáust snæða hádegismat með Tish Cyrus, móður Miley, í síðustu viku. Um helgina voru þær óaðskiljanlegar á næturklúbbnum Soho House í Hollywood og sögðu sjónarvottar þær bersýnilega vera kærustupar. Mikið hefur verið fjallað um skilnað Miley og Hemsworth í fjölmiðlum vestanhafs en þau gengu óvænt í það heilaga í desember á síðasta ári eftir að hafa verið saman með hléum frá árinu 2008. Að sögn heimildarmanna sem þekkja parið er sambandinu endanlega lokið núna, en í nýjasta lagi sínu „Slide Away“ virðist Miley gera upp skilnaðinn og ástæður hans. Þar syngur hún um að hafa viljað eiga hús í hæðunum en ekki „viskí og pillur“, sem margir segja vera tilvísun í vímuefnanotkun leikarans. Eftir útgáfu lagsins stigu vinir leikarans fram og sögðu allt tal um vímuefnanotkun ranga, það sem hafi raunverulega gert út um sambandið var að Miley hafi verið leikaranum ótrú. Þá segir einnig í texta lagsins: „Haltu áfram, við erum ekki enn þá sautján ára. Ég er ekki sú sem ég var. Þú segir allt hafa breyst. Það er rétt, við erum fullorðin núna.“
Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Miley og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjónaband Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband. 11. ágúst 2019 14:01 Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á Ítalíu Söng- og leikkkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth ákváðu nú á dögunum að skilja eftir aðeins tíu mánaða hjónaband. 12. ágúst 2019 09:35 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Miley og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjónaband Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband. 11. ágúst 2019 14:01
Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á Ítalíu Söng- og leikkkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth ákváðu nú á dögunum að skilja eftir aðeins tíu mánaða hjónaband. 12. ágúst 2019 09:35