Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2019 10:30 Skellihlæjandi, alla leið í bankann. Fréttablaðið/Michael Valentin Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira