Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 22:46 Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni Skjáskot/The Guardian Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33