Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd John Travolta og Fred Durst Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2019 20:52 John Travolta leikur aðalhlutverkið en frammistaða hans er sögð afar misheppnuð. IMDB Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times. Hollywood Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times.
Hollywood Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira