Hugnast ekki þvinguð sameining Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2019 20:30 Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir. Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir.
Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent