Bæði liðin eru frá Baskalandi á Spáni og því var meira undir í kvöld en bara stigin þrjú. Hitinn var eftir því í leiknum en Sam Memes leikvangurinn var þéttsetinn í kvöld.
Attendance at San Mames: #AthleticRealSociedad#AthleticClub pic.twitter.com/ksluQqTlSB
— Athletic Club (@Athletic_en) August 30, 2019
Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir á 11. mínútu og á 28. mínútu tvöfaldaði Raui Garcia muninn. 2-0 í hálfleik og ekkert mark var skorað í síðari hálfleik.
Bilbao er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina en Sociedad er í 9. sætinu með fjögur stig.
Í hinum leik dagsins í spænska boltanum gerðu Sevilla og Celta Vigo 1-1 jafntefli. Franco Vazquez kom Sevilla yfir á 81. mínútu en Denis Suarez jafnaði þremur mínútum síðar.
Sevilla er í öðru sætinu með sjö stig eftir þrjá leiki en Celta Vigo er í 8. sætinu með fjögur stig.