Hvetur konur til að nota hormónin ekki lengur en í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 20:00 Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey. Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey.
Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira