Ljóst fyrir áramót hvort Icelandair velji Airbus Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:45 Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48