Samtalið hafið um hvort Tinni og Tobbi snúi aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2019 12:30 Tinni kom til Akureyrar í bókinni um Dularfullu stjörnuna. Vísir/Tryggvi. Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“ Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“
Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30