Slökkviliðið á Akranesi treystir á verktaka á meðan beðið er eftir nýjum körfubíl Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2019 13:00 Slökkviliðsstjóri á Akranesi segir þau úrræði sem treyst er á ekki duga til lengdar. Facebook-síða Slökkviliðsins á Akranesi Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Akranes Slökkvilið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Akranes Slökkvilið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira