Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 30. ágúst 2019 08:24 Mótmælendum hefur meðal annars tekist að trufla flugsamgöngur. Getty/SOPA Images Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15