DeMarcus Cousins, leikmaður LA Lakers, verður handtekinn fyrir að hóta að skjóta barnsmóður sína í höfuðið.
Síðasta þriðjudag var birt hljóðupptaka þar sem þessi hótun kemur fram og hún er ástæðan fyrir handtökuskipuninni. Cousins var þá að deila við barnsmóður sína um hvort sonur þeirra gæti komið í brúðkaup NBA-leikmannsins.
Barnsmóðirin, Christy West, hefur sótt um nálgunarbann á Cousins. Hún segir hann hafa áður hótað sér og þess utan reynt að kyrkja sig.
Cousins hefur ekki viljað tjá sig um málið en forráðamenn LA Lakers segjast taka málið alvarlega og fylgjast með framvindu í því.
Handtökuskipun gefin út á Cousins

Tengdar fréttir

DeMarcus Cousins hótaði að skjóta barnsmóður sína í höfuðið
Körfuboltamaðurinn DeMarcus Cousins er bæði í miklum vandræðum innan og utan vallar. Hann missir af komandi tímabili með Los Angeles Lakers eftir að hafa slitið krossband í sumar og nú hefur fyrrum kærasta hans sótt um nálgunarbann.