Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður síðar í september. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.
Margrét er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, frá stofnun þess á Íslandi. Fráfarandi forstjóri, Ásbjörn Björnsson, er að sama skapi einn af stofnendum félagsins en hann er sagður ætla að starfa áfram hjá EY.
Margrét hefur verið sviðsstjóri endurskoðunarsviðs hjá félaginu undanfarin ár. Auk starfa sinna hjá EY hefur Margrét verið formaður Félags löggiltra endurskoðenda, FLE, og situr núna í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda, IFAC.
Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent


Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent

Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni
Viðskipti innlent