Hvernig geta minnstu skólar landsins skarað frammúr? Kristrún Lind Birgisdóttir skrifar 9. september 2019 09:16 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun