Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 20:09 Reuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. AP/Dmitri Lovetsky Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir. Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir.
Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45
Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32