„Umræðuefnið var meðal annars norðurslóðir og orkuöryggi, viðskipti og efling efnahagslegra tengsla Bandaríkjanna við Grænland, þar á meðal fjárfestingar i jarðefnaleit og endurnýjun flugvalla,“ segir þjóðaröryggisráðgjafinn í tísti um leið og hann birtir mynd af sér með sendiherranum við Hvíta húsið.

Orð Johns Boltons þjóðaröryggisráðgjafa verða að skoðast í samhengi við þann aukna áhuga sem Bandaríkjastjórn hefur sýnt Grænlandi undanfarið ár. Mikilvægt sé að Grænlendingar geri það upp við sig hvað þeir vilji fá út úr þessum aukna áhuga, hefur grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq eftir tveimur dönskum sérfræðingum um öryggismál og norðurslóðir.
Sérfræðingarnir segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum í varnarmálum á Grænlandi.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum um flugvallauppbyggingu Grænlands þar sem rætt var við Kim Kielsen forsætisráðherra: