„Þetta geri ég þar sem ég vil verja meiri tíma með eiginmanni mínum börnum og barnabörnum,“ segir Wallström í samtali við blaðið.
Hún tók fyrst sæti á sænska þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokkinn árið 1979 og varð fyrst ráðherra árið 1989. Áður en hún tók við embætti utanríkisráðherra starfaði hún hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hún stýrði baráttu stofnunarinnar gegn kynferðisofbeldi í stríðsátökum. Þá starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu á árunum 1999 til 2010.
The time has come for me to spend more time with my husband, my children and my grandchildren. I have notified the Prime Minister of my wish to leave the government and my post as Minister for Foreign Affairs.
— Margot Wallström (@margotwallstrom) September 6, 2019