Ramos kom Spáni í 0-1 með marki úr vítaspyrnu en þetta var tuttugasta og fyrsta mark kappans fyrir spænska landsliðið.
Hann er þar með orðinn tíundi markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og gæti klifið ofar á þeim lista á næstunni þar sem næstu menn fyrir ofan eru með 22 (Julio Salinas) og 23 mörk (Alfredo Di Stefano).
Ramos er hins vegar ekki eini varnarmaðurinn á topp 10 listanum því Fernando Hierro gerði 29 mörk í þeim 89 landsleikjum sem hann lék á árunum 1989-2002. Markahæsti leikmaður Spánverja er David Villa með 59 mörk í 98 landsleikjum.
Þetta var landsleikur númer 166 hjá Ramos en hann mun fara upp að hlið Iker Casillas sem leikjahæsti leikmaður í sögu spænska landsliðsins, spili Ramos gegn Færeyjum næstkomandi sunnudag.
Sergio Ramos is now in Spain's top 10 goalscorers of all time.
— B/R Football (@brfootball) September 6, 2019
He's a defender. pic.twitter.com/cCECB4kMOu