Segja aukinn jöfnuð geta aukið hagvöxt Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2019 06:45 Hagfræðingarnir tveir telja stéttarfélög lykilaðila í að tryggja aukinn tekjujöfnuð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent