Ætla að taka á ósjálfbærri beit vegna lausagöngu Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2019 07:30 Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. Fréttablaðið/Vilhelm Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira