Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. september 2019 06:15 Hjónin segja ferðalagið á rafmagnsbílnum hafa gengið vel. „Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira