Stefna á að ná myndskeiði af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 23:26 Myndin sem EHT náði af svörtum skugga sjóndeildar svartholsins í miðju gulleitrar efnisskífunnar sem umlykur það í miðju Messier 87-vetrarbrautarinnar. EHT-samstarfið Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00